
Stillingar myndavélarinnar
Til að breyta stillingum myndavélarinnar skaltu velja Valmynd > Miðlar >
Myndavél > Valkostir > Stillingar.
Veldu Mynd og úr eftirfarandi stillingum:
Gæði myndar og Upplausn myndar — Því meiri sem gæðin og upplausnin eru, þeim
mun meira minni tekur myndin.
Sýna tekna mynd — Til að birta ekki myndina sem tekin er skaltu velja Nei.
Sjálfv. nafn myndar — Til að breyta nöfnum á myndum sem eru teknar.
Minni í notkun — Til að velja hvort vista eigi myndirnar í minni símans eða
á minniskortinu.
Veldu Hreyfimynd og úr eftirfarandi stillingum:
Lengd — Ef stillt er á Hámarks er lengd hreyfimyndarinnar aðeins takmörkuð af
því minni sem er tiltækt. Ef stillt er á Stutt er upptökutíminn ákjósanlegur fyrir
MMS-skilaboð.
Upplausn hreyfimyn. — Til að velja milli tveggja upplausna.
Sjálfgefið heiti — Til að velja nafn á hreyfimynd.
Minni í notkun — Til að velja hvort vista eigi hreyfimyndirnar í minni símans eða
á minniskortinu.