■ Myndavél
Til að nota myndavélina skaltu velja Valmynd > Miðlar > Myndavél.
Skrunaðu upp eða niður til að súmma að eða frá. Til að taka mynd skaltu styðja
á skruntakkann. Myndin er vistuð í möppunni Myndir í Gallerí og hún birtist
á skjánum. Til að fara aftur í myndgluggann skaltu velja Til baka. Styddu
á hreinsitakkann til að eyða myndinni.
Til að taka myndaröð skaltu velja Valkostir > Myndaröð > Kveikt eða ýta á 4.
Þegar stutt er á skruntakkann tekur myndavélin sex myndir í röð og birtir
myndirnar á töflu.
Til að nota næturstillingu í daufri birtu skaltu velja Valkostir > Næturstilling >
Kveikt eða styðja á 1.
Til að nota sjálfvirka myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfvirk myndataka og
hve langur tími þú vilt að líði áður en myndin er tekin. Styddu á skruntakkann og
tímamælirinn fer í gang.
Til að stilla ljósgjafa eða litáferð skaltu velja Valkostir > Stilla > Ljósgjafi
eða Litáferð.
Til að taka upp hreyfimynd skaltu skruna til hægri til að gera myndbandsupptöku
virka og styðja á skruntakkann til að hefja upptöku.
Nokia tækið styður myndupplausn við myndatöku sem er 1600x1200 dílar.
40