
7. Gallerí
Veldu Valmynd > Gallerí.
Notaðu Gallerí til að geyma og skipuleggja myndir, myndskeið, lög, hljóðinnskot,
spilunarlista, straumspilunartengla, .ram-skrár og kynningar.
Með því að opna Galleríið birtist listi yfir möppurnar í minninu. Skrunaðu að
möppu (til dæmis Myndir) og styddu á skruntakkann til að opna hana.
Til að opna skrá skaltu skruna að henni og styðja á skruntakkann. Skráin opnast
í réttu forriti.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda
sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.