■ Umsjón með tengiliðahópum
Búðu til tengiliðahóp til að geta sent textaskilaboð eða tölvupóst til margra
viðtakenda í einu.
1. Skrunaðu til hægri og veldu Valkostir > Nýr hópur.
2. Sláðu inn heiti fyrir hópinn eða notaðu sjálfgefna heitið og veldu Í lagi.
3. Opnaðu hópinn og veldu Valkostir > Bæta félögum við.
4. Skrunaðu að þeim tengiliðum sem þú vilt setja í hópinn og styddu
á skruntakkann til að merkja þá.
5. Veldu Í lagi til að setja alla merkta tengiliði í hópinn.