Nokia 5500 Sport - Stillingar fyrir textaboð

background image

Stillingar fyrir textaboð

Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > SMS-skilaboð og úr
eftirtöldum valkostum:

Skilaboðamiðstöðvar — sýnir lista yfir allar tilgreindar skilaboðamiðstöðvar.

Skb.miðstöð í notkun — tilgreinir hvaða skilaboðamiðstöð er notuð til að senda
textaboð og sérstakar skilaboðategundir, svo sem nafnspjöld.

Umritun stafa > Fullur stuðningur — til að velja að allir stafirnir í sendum
skilaboðum birtist. Ef þú velur Minni stuðningur kunna stafir með kommum og
öðrum merkingum að breytast í aðra stafi.

background image

33

Fá tilkynningu — Þegar stillt er á er staða sendra skilaboða (Bíður, Mistókst,
Skilað) birt í Tilkynningar (sérþjónusta).

Gildistími skilaboða — Ef ekki næst í viðtakanda skilaboðanna á gildistímanum
er boðunum eytt úr skilaboðastöðinni. Athugaðu að símkerfið verður að styðja
þennan möguleika. Hámarkstími — Hámarkstíminn sem símakerfið leyfir að
skilaboðin séu gild.

Skilaboð send sem — til að tilgreina hvernig skilaboðin eru send. Sjálfgefinn máti
er Texti.

Æskileg tenging — Þú getur sent textaskilaboð um venjulegt GSM-símkerfi eða
um pakkagagnatenginu, ef símkerfið styður það.

Svar um sömu miðst. (sérþjónusta) — Ef þú velur og viðtakandi svarar, þá eru
svarskilaboð hans send um sama númer skilaboðamiðstöðvarinnar. Ekki bjóða öll
símafyrirtæki upp á þennan valkost. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir
nánari upplýsingar um það hvaða valkostir eru í boði.