Nokia 5500 Sport - Hefðbundin textaritun

background image

Hefðbundin textaritun

Styddu endurtekið á einhvern talnatakka (1 til 9) þar til tiltekinn stafur birtist.
Það eru fleiri stafir á talnatakka en þeir sem eru prentaðir á hann. Það veltur
á tungumálinu hvaða stafi er hægt að velja. Sjá Tungumál texta í „Sími“ á bls. 56.

Ef næsti stafur sem slá skal inn er á sama takka og stafurinn sem þú varst að
rita skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða skruna áfram til að ljúka biðtímanum)
og slá inn stafinn.

Til að rita tölustaf skaltu styðja á talnatakkann og halda honum inni.

background image

25

Alengustu greinarmerki og sérstafi er að finna á takka 1. Til að fá fram fleiri stafi
skaltu styðja á * eða á ritfærslutakkann og velja Bæta í tákni.

Styddu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum inni til að eyða
fleiri en einum staf.

Styddu á 0 til að setja inn bil. Styddu þrisvar sinnum á 0 til að færa bendilinn
í næstu línu.