
■ Notkunarskrá
Í notkunarskránni geturðu skoðað upplýsingar um símtöl, textaskilaboð,
pakkagagnatengingar og fax- og gagnasímtöl sem síminn hefur skráð.
Tengingar við ytra pósthólfið, margmiðlunarboðastöðina eða vefsíður eru sýndar
sem gagnasendingar eða pakkagagnatengingar í almennu notkunarskránni.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að
vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga,
sköttum og öðru slíku.
Sumir tímamælar, þar á meðal taltímamælir, kunna að verða endurstilltir við uppfærslu
á þjónustu eða hugbúnaði.