
■ Hringt úr símanum
1. Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðham. Styddu á hreinsitakkann til að
fjarlægja tölu.
Þegar hringt er til útlanda skaltu styðja tvisvar á * til að fá fram alþjóðlega
forskeytið (+ kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og slá inn
landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2. Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
Til að stilla hljóðstyrk meðan á símtali stendur skaltu styðja
á hljóðstyrkstakkana.
3. Styddu á hætta-takkann að leggja á eða hætta við að hringja.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður
notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu velja Valmynd > Tengiliðir. Skrunaðu að
tilteknu nafni eða sláðu fyrstu stafi nafnsins og skrunaðu að nafninu. Styddu
á hringitakkann til að hringja í númerið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) skaltu halda 1 inni þegar síminn er í biðham.
Tilgreina verður númer talhólfs til að hægt sé að hringja í það. Sjá „Talhólf“
á bls. 55.
Til að hringja í nýlega valið númer skaltu styðja á hringitakkann í biðham. Listi yfir
þau 20 númer sem þú hefur hringt í eða reynt að hringja í birtist. Skrunaðu að
númerinu sem þú vilt hringja í og styddu á hringitakkann.
Til að hringja kallkerfissímtal, sjá „Kallkerfi“ á bls. 78.

21