■ Valmynd
Úr aðalvalmyndinni er hægt að komast í forrit símans. Aðalvalmyndin er opnuð
með því að velja Valmynd.
Forrit og möppur eru opnaðar með því að skruna að þeim og styðja
á skruntakkann.
Veldu Valmynd > Valkostir > Breyta útliti > Tafla eða Listi til að breyta útliti
valmyndarinnar.
Ef röð aðgerða er breytt í valmyndinni getur hún verið önnur en hin sjálfgefna röð
sem lýst er í þessari notendahandbók.
Til að loka forriti eða möppu skaltu velja Til baka og Hætta eins oft og þörf krefur
til að fara aftur í biðham, eða velja Valkostir > Hætta.
19
Til að birta og skipta milli opinna forrita skaltu halda valmyndartakkanum inni.
Skiptigluggi forrita opnast þá með lista yfir þau forrit sem eru opin. Skrunaðu að
forriti og veldu það.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.