
■ Biðhamur
Þegar kveikt er á símanum, og hann er skráður hjá símafyrirtæki, er hann í biðham
og tilbúinn til notkunar.
Sendistyrkur (1)
Klukka (2)
Símafyrirtæki (3)
Dagsetning eða virkt snið (4)
Rafhlöðuvísir (5)
Flýtivísir vinstri valtakka (6)
Flýtivísir hægri valtakka (7)
Heiti virka sniðsins birtist í stað dagsetningar ef
annað snið en Almennt eða Ótengdur er virkt.
Ef skipta á um snið er stutt á rofann og sniðið valið.
Styddu á hringitakkann til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í nýlega.
Haltu hægri valtakkanum inni til að nota raddskipanir.
Tengingu er komið á við vefinn með því að halda inni 0.