
■ Stillingar
Veldu Valkostir > Stillingar á aðalskjánum, og síðan úr eftirfarandi valkostum:
Almennar stillingar > Mælieining — til að velja hvaða mælieiningar skal nota.
Almennar stillingar > Baklýsing — til að stilla hve lengi baklýsingin á að lýsa.
Persónuleg gögn — til að slá inn kyn, fæðingardag, hæð, þyngd, þrekstig,
hámarkshjartsláttartíðni og hjartsláttartíðni í hvíld.
Til að breyta lykilorðinu fyrir Persónuleg gögn skaltu velja Valkostir > Breyta
lykilorði, slá inn gamla lykilorðið og síðan hið nýja og staðfesta það.
Veldu Valkostir > Eyða öllum gögnum til að eyða öllum gögnum. Öllum gögnum,
þar með talið niðurstöðum æfinga, æfingaáætlunum og persónulegum gögnum,
er eytt.