Nokia 5500 Sport - Dagbók

background image

Dagbók

Til að gera æfingaáætlanir og skoða, skrá og vinna úr skráningum skaltu
velja Dagbók. Til að skoða áætlaðar æfingar og æfingar sem lokið hefur verið
á tilteknum degi skaltu skruna að deginum og velja Valkostir > Opna. Til að
skoða lista yfir allar áætlaðar æfingar og æfingar sem lokið hefur verið
á mánaðarskjánum skaltu velja Valkostir > Skoða lista.

Til að setja inn niðurstöður æfingar sem ekki var vöktuð og skráð af símanum
skaltu skruna að dagsetningunni og velja Valkostir > Bæta við niðurstöðu, slá inn
upplýsingarnar og velja Lokið.

Til að skipuleggja einstaka æfingu eða nokkrar endurteknar æfingar skaltu skruna
að æfingadeginum og velja Valkostir > Áætlun > Ein æfing. Til að endurtaka
æfinguna á tilteknum dögum í nokkrar vikur skaltu velja Endurtekningar, velja þá
daga sem æfing skal endurtekin og slá inn vikufjöldann.

Til að búa til langtímaáætlun sem byggist sjálfkrafa á óskum þínum og
markmiðum skaltu velja Valkostir > Áætlun > Líkamsræktarþjálfari, til greina
stillingarnar og velja Búa til áætlun.