Nokia 5500 Sport - Af stað

background image

Af stað

Til að hefja vöktun þegar í stað:

1. Veldu Af stað.

Ef Bluetooth-tenging er virk og nota Bluetooth GPS er stillt á í æfingunni, þá
leitar síminn sjálfkrafa að Bluetooth-tækjum. Veldu aukabúnaðinn af listanum.

2. Til að breyta tegund æfingar skaltu velja Valkostir > Æfing og tegund æfingar.

Til að stilla álag æfingarinnar skaltu velja Álag og tiltekið álag.

Til að setja inn markmið skaltu velja Velja markmið æfingar. Til að slá
markmiðið inn handvirkt skaltu velja Handvirkt, styðja á skruntakkann, velja

background image

94

markmiðið og, ef þörf krefur, slá inn gildi. Til að velja markmið frá áætlaðri eða
lokinni æfingu skaltu velja Úr dagbók, tegund markmiðs og markmiðið.

3. Til að hefja vöktun skal styðja á skruntakkann á vöktunarskjánum. Til að skoða

aðrar töflur með öðrum æfingagögnum skaltu skruna til hægri.

Til að hlusta á upplýsingar um yfirstandandi æfingu skaltu banka tvisvar á efri
hluta takkaborðsins. Til að hægt sé að nota bankskipanirnar þarf að gera þær
virkar í Bankstillingar. Sjá „Bankstillingar“ á bls. 70.

Til að geyma hringtíma skaltu velja Hringur í hvert sinn sem þú byrjar
á nýjum hring.

Til að stöðva vöktun skaltu velja Gera hlé and Hætta. Æfingin er skráð
sjálfvirkt í dagbókina.