Nokia 5500 Sport - Æfingar

background image

Æfingar

Til að hefja æfingu á aðalskjánum Íþróttir skaltu velja Valkostir > Æfingar, skruna
að æfngunni og velja Valkostir > Byrja. Styddu á skruntakkann til að hefja vöktun.

Til að búa til nýja æfingu eða breyta stillingum æfingar skaltu velja Valkostir >
Æfingar á aðalskjánum, og síðan Valkostir > Búa til nýja eða skruna að æfingunni
og velja Valkostir > Breyta og úr eftirfarandi stillingum:

Heiti æfingar — til að gefa æfingunni heiti. Aðeins er hægt að gefa heiti þeim
æfingum sem búnar hafa verið til.

Gögn og útlit — til að tilgreina hvaða gögn eiga að birtast á vöktunarskjánum og
hvernig hann á að líta út. Til að breyta útlitinu skaltu velja Valkostir > Velja útlit,
skruna að því útliti sem nota skal og styðja á skruntakkann. Til að tilgreina hvaða
upplýsingar birtast í ramma, skaltu skruna að rammanum, velja Valkostir > Breyta
og velja síðan hvaða gögn eiga að birtast.

nota Bluetooth GPS > — til að nota Bluetooth GPS aukabúnað við vöktun,
ef hann er til staðar. Hægt er að nota Bluetooth GPS aukabúnað til að vakta og
skrá hraða og vegalengdir við æfingar þegar ekki er hægt að nota skrefmælirinn,
t.d. í róðri og hjólreiðum.

Tímastillt raddsvörun > Kveikt — til að geta hlustað á upplýsingar um æfinguna
með jöfnu millibili meðan á henni stendur.