Nokia 5500 Sport - 15. ÍÞróttir

background image

15. Íþróttir

Áður en byrjað er í reglulegri þjálfunaráætlun skal leita ráða hjá lækni.

Viðvörun: Þjálfun getur falið í sér einhverja áhættu, sérstaklega fyrir kyrrsetufólk.
Áður en byrjað er í reglulegri þjálfunaráætlun skal leita ráða hjá lækni.

Hafa þarf fjölmörg atriði í huga þegar hraði og þyngd æfinga eru ákvörðuð. Meðal þessara
atriða má nefna aldur, tíðni æfinga og almennt líkamlegt ástand.

Til viðbótar við þyngd æfinga er fjöldi atriða sem geta aukið áhættuna við þjálfunina,
sérstaklega ef þú ert með háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða einhver einkenni um
einhvern sjúkdóm eða ef þú ert að ná þér eftir alvarleg veikindi eða læknismeðferð, t.d.
skurðaðgerð; eða hjarta, blóðrás eða ef þú notar gangráð eða annan ígræddan
rafeindabúnað.

Til að innbyggði skrefmælirinn sýni nákvæmni þarf að festa símann í beltið.
Skrefmælirinn sýnir einungis nákvæmni þegar gengið er eða hlaupið. Hægt er að
nota valfrjálsan Bluetooth GPS aukabúnað til að mæla vegalengdir og hraða.

Íþróttastaðan verður virk ef skiptitakkanum er haldið inni þar til skjárinn Íþróttir
birtist. Þegar ljósið á skruntakkanum verður rautt er íþróttastaðan orðin virk.
Í fyrsta sinn sem íþróttastaðan er gerð virk biður tækið um að slegið sé lykilorð,
það sé staðfest og síðan slegnar inn stillingar fyrir Persónuleg gögn. Nauðsynlegt
er að slá inn stillingar fyrir Persónuleg gögn til að skrefmælirinn og
æfingaáætlunin sýni nákvæmni.

Í íþróttastöðunni er hægt að vakta og skrá æfingar, gera æfingaáætlun, skoða
framfarir og taka próf.

Eftirfarandi atriði birtast á skjánum Íþróttir:

1. Tákn til að opna Af stað, Dagbók og Próf.

2. Núgildandi markmið og framfarir.

Ef mörg markmið hafa verið sett, skaltu skruna
niður að þeim og síðan til vinstri eða hægri til að
skoða þau. Til að sjá upplýsingar um framfarir
samkvæmt settu markmiði skaltu styðja
á skruntakkann.

3. Næsta æfing á áætlun. Ef um nokkur markmið er

að ræða og engin æfing er á áætluninni birtist
markmið í stað áætlaðrar æfingar.

Til að hefja vöktun næstu æfingar á áætlun skaltu
skruna niður að henni og styðja á skruntakkann.

background image

93