■ Visual Radio
Þú getur notað Visual RadioTM forritið sem FM-útvarp með því að stilla og velja
stöðvar sjálfvirkt, eða með sjónrænum upplýsingum um útvarpsefnið, ef þú stillir
á stöðvar sem bjóða upp á Visual Radio þjónustuna. Visual Radio þjónustan notar
pakkagögn (sérþjónusta).
Til að nota Visual Radio þjónustuna verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Útvarpsstöðin og símafyritækið verða að styðja þessa þjónustu.
• Þú verður að hafa valið internetaðgangsstaðinn til að fá aðgang að visual
radio miðlara símafyrirtækisins.
• Forstillta útvarpstöðin verður að hafa tilgreint rétt auðkenni Visual Radio
þjónustunnar og bjóða upp á þjónustuna.
Ekki er hægt að kveikja á Visual Radio þegar sniðið Ótengdur er virkt.
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Þú getur hringt eða svarað í símann meðan þú hlustar á útvarpið. Það er sjálfkrafa
slökkt á útvarpinu þegar talað er í símann.