Nokia 5500 Sport - Leitað að spjallhópum og -notendum

background image

Leitað að spjallhópum og -notendum

Til að leita að hópum skaltu velja Valmynd > Tenging > Spjall > Spjallhópar >
Valkostir > Leita. Hægt er að leita að spjallhópum eftir Nafn hóps, Efni eða
Félagar (notandanafn). Til að vista eða gerast þátttakandi í hóp sem finnst við leit
skal skruna að honum og velja Valkostir > Taka þátt eða Vista. Ef þú vilt hefja nýja
leit skaltu velja Valkostir > Ný leit.

Til að leita að nýjum tengiliðum skaltu velja Spjalltengiliðir > Valkostir > Nýr
spjalltengiliður
> Leita á miðlara. Hægt er að leita eftir Nafn notanda, Aðg.orð
notanda
, Símanúmer og Tölvupóstfang. Veldu Valkostir > Ný leit til að hefja nýja
leit. Til að hefja samræður við notanda sem hefur fundist skaltu skruna að honum
og velja Valkostir > Opna samtal. Til að vista notanda sem tengilið skaltu velja
Bæta í spjalltengiliði. Til að bjóða notanda þátttöku í hópi skaltu velja Senda boð.

Til að sjá fleiri leitarniðurstöður en þær leitarniðurstöðurnar sem birtast skaltu
velja Valkostir > Ný leit > Fleiri niðurstöður.