
Að hefja og skoða samtöl
Veldu Valmynd > Tenging > Spjall > Samtöl.
Þá birtist listi yfir þá spjallnotendur sem þú ert að spjalla við.
við hlið notanda gefur til kynna að notandinn hafi sent þér ný skilaboð.
Til að skoða samtal sem er í gangi skaltu skruna að notandanum og styðja
á skruntakkann. Skilaboð eru send með því að skrifa þau og styðja svo
á skruntakkann. Til að fara aftur í samtalalistann án þess að ljúka samtalinu
skaltu velja Til baka.
Til að hefja nýtt samtal skaltu velja Valkostir > Nýtt samtal > Velja móttakanda til
að velja af lista með spjalltengiliðum sem eru tengdir þá stundina eða Slá inn
aðgangsorð til að slá inn notandanafn.
Veldu Valkostir > Ljúka samtali til að ljúka samtali. Þegar spjalli er lokað er þeim
samtölum sem enn eru í gangi lokað sjálfkrafa.
Til að vista notanda í spjalltengiliðum þínum skaltu skruna að notandanum og
velja Valkostir > Bæta í spjalltengiliði.
Til að loka fyrir móttöku skilaboða frá ákveðnum þátttakendum skaltu velja
Valkostir > Útilokunarmöguleik. og úr eftirfarandi:
Bæta á lokaðan lista — til að loka fyrir skilaboð frá þeim notanda sem er valinn.
Bæta handvirkt á lista — til að slá inn auðkenni notandans og styðja á
skruntakkann.
Skoða lokaðan lista — til að sjá þá notendur sem þú hefur lokað á skilaboð frá.
Opna fyrir — Veldu notandann sem þú vilt fjarlægja af lokaða listanum og styddu á
skruntakkann.