Nokia 5500 Sport - Spjall

background image

Spjall

Spjall (sérþjónusta) gerir þér kleift að hafa samband við annað fólk með því að
nota spjallskilaboð og taka þátt í umræðuhópum (spjallhópum) þar sem rætt er
um ákveðin málefni. Þegar þú hefur skráð þig í spjallþjónustu getur þú skráð þig
inn á spjallmiðlara þjónustuveitunnar.

Upplýsingar um spjallþjónustu, verðlagningu og gjaldskrá veitir símafyrirtækið
eða þjónustuveitan. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota
eigi þjónustu þeirra.

Til að fá aðgang að spjallþjónustu verður þú að vista stillingarnar fyrir þá þjónustu.
Þú getur e.t.v. fengið stillingarnar frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem
býður upp á þjónustuna í samskipanaboðum. Þú getur einnig slegið inn
stillingarnar handvirkt. Sjá „Stillingar fyrir spjall“ á bls. 74.