Þátttaka í forstilltri rás
Forstillt rás er kallkerfishópur sem er settur upp af þjónustuveitunni. Aðeins
forstilltir notendur hafa heimild til þátttöku og notkunar á rásinni. Þegar þú gerist
þátttakandi í rás sem er fyrir hendi verður þú að slá inn veffang hennar.
Upplýsingar um rásir fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni. Þú getur
fengið upplýsingarnar í textaboðum.
1. Veldu Valkostir > Kallkerfisrásir.
2. Veldu Valkostir > Ný rás > Bæta við núverandi.
3. Sláðu inn Heiti rásar, Vistfang rásar og Gælunafn í rás. Einnig er hægt að setja
inn Smámynd rásar.
4. Veldu Lokið.