
■ Stjórnandi forrita
Þú getur sett upp tvenns konar forrit og hugbúnað í símanum þínum:
J2ME
TM
forrit byggð á Java
TM
tækni með endingunni .jad eða .jar. Ekki
hlaða niður PersonalJava
TM
forritum í símann þar sem þú getur ekki sett
þau upp.
Önnur forrit og hugbúnaður sem henta Symbian-stýrikerfinu.
Uppsetningarskrárnar hafa endinguna .sis. Settu aðeins upp hugbúnað
sem er sérstaklega hannaður fyrir símann.
Hægt er að flytja uppsetningaskrár í símann þinn frá samhæfðri tölvu, hlaða þeim
niður meðan þú vafrar eða senda þær til þín sem margmiðlunarboð, sem
tölvupóstsviðhengi eða með Bluetooth-tengingu. Þú getur notað Nokia
Application Installer í Nokia PC Suite til að setja upp forrit í símanum eða
á minniskorti.
Til að opna Stjórn. forrita skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stj. forrita.