Nokia 5500 Sport - Dagsetning og tími

background image

Dagsetning og tími

Til að tilgreina dag- og tímasetningu fyrir símann og breyta sniði þeirra og
skiltáknum skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Dags. og tími og úr
eftirfarandi valkostum:

Tími og Dagsetning — til að stilla tíma og dagsetningu.

Tímabelti — til að stilla tímabelti viðkomandi staðar. Ef þú stillir á Sjálfv.
tímauppfærsla
> Sjálfvirk uppfærsla birtist staðartíminn.

Dagsetningarsnið — til að velja sniðið fyrir dagsetningu.

Skiltákn fyrir dags. — til að velja skiltákn fyrir dagsetningu.

Tímasnið — til að velja milli 24-tíma og 12-tíma tímasniðanna.

Skiltákn fyrir tíma — til að velja skiltákn fyrir tíma.

Útlit klukku — til að velja hvort skífuklukka eða stafræn klukka birtist í biðham eða
virkum biðham. Sjá „Klukka“ á bls. 48.

Tónn viðvörunar — til að velja vekjaratóninn.

Sjálfv. tímauppfærsla (sérþjónusta) — til að leyfa símkerfinu að uppfæra tíma,
dagsetningu og upplýsingar um tímabelti í símanum. Ef þú velur Sjálfvirk
uppfærsla
eru allar virkar tengingar aftengdar. Kannaðu alla vekjara þar sem
stillingin kann að hafa áhrif á þá.