Nokia 5500 Sport - Sími og SIM-kort

background image

Sími og SIM-kort

Þú getur breytt eftirtöldum númerum: læsingarnúmeri, PIN-númeri og
PIN2-númeri. Þessi númer geta aðeins innihaldið tölur frá 0 til 9.

Forðastu að nota aðgangsnúmer sem líkist neyðarnúmeri, t.d. 112, til að komast
hjá því að velja óvart neyðarnúmer.

Til að setja upp öryggisstillingarnar skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar >
Öryggi > Sími og SIM og úr eftirfarandi valkostum:

Númer í notkun —til að velja virka númerið, PIN eða UPIN, fyrir virka USIM-kortið.
Þetta birtist aðeins ef virka USIm-kortið styður UPIN og því er ekki hafnað.

Beiðni um PIN-nr. (eða Beiðni um UPIN-nr.) — til að láta símann biðja um
númerið í hvert sinn sem kveikt er á honum. Sum SIM-kort leyfa ekki að beiðni um
PIN-númer sé gerð Óvirk. Ef þú velur Númer í notkun > UPIN er Beiðni um UPIN-nr.
birt í staðinn.

background image

63

PIN-númer (eða UPIN-númer) /PIN2-númer /Númer fyrir læsingu — til að skipta
um númer.

Sjálfv. læsingartími — til að stilla tiltekinn tíma þar til síminn læsist sjálfkrafa.
Þegar nota á símann aftur þarf að slá inn rétta læsingarnúmerið. Til að gera
sjálfvirka læsingartímann óvirkan skaltu velja Enginn.

Læsa ef skipt um SIM — til að láta símann biðja um númer fyrir læsingu þegar
óþekkt eða nýtt SIM-kort er sett í hann. Síminn heldur saman lista yfir þau
SIM-kort sem hann viðurkennir sem kort eigandans.

Lokaður notendahópur (sérþjónusta) — til að tilgreina hóp fólks sem þú getur
hringt í og sem getur hringt í þig. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt eða
þjónustuveituna til að fá nánari upplýsingar. Til að virkja sjálfgefna hópinn sem
samið hefur verið um við símafyrirtækið skaltu velja Sjálfvalinn. Ef nota á annan
hóp (notandinn verður að þekkja númer hópsins) skaltu velja Virkur.

Staðfesta SIM-þjón. (sérþjónusta) — til að stilla símann þannig að
staðfestingarboð birtist þegar SIM-þjónusta er notuð.