Nokia 5500 Sport - Snið

background image

Snið

Veldu Valmynd > Verkfæri > Snið.

Í Snið geturðu stillt og sérsniðið tóna símans fyrir mismunandi viðburði, umhverfi
og viðmælendahópa. Þú getur séð hvaða snið er valið efst á skjánum í biðham.
Ef sniðið Almennt er í notkun sést aðeins dagsetningin.

Til að gera snið virkt skaltu skruna að því, styðja á skruntakkann og velja
Gera virkt.

Ábending: Til að skipta í flýti milli sniðanna Almennt and Án hljóðs skaltu
halda # inni í biðham.

Til að sérsníða snið skaltu skruna að því í viðkomandi lista, styðja á skruntakkann,
velja Sérsníða og úr eftirfarandi valkostum:

Hringitónn — Til að stilla hringitón fyrir símtöl skaltu velja tón af listanum. Styddu
á hvaða takka sem er til að slökkva á tóninum. Þú getur einnig breytt hringitónum
í tengiliðum. Sjá „Hringitónn settur inn“ á bls. 37.

Segja nafn hringj. — Veldu Kveikt til að síminn spili nafn þess sem hringir
hverju sinni.

Gerð hringingar — Þegar Styrkur eykst er valið byrjar hljóðstyrkurinn á lægsta stigi
og hækkar svo stig af stigi þar til því stigi sem hefur verið valið er náð.

Hljóðst. hringingar — Til að velja hljóðstyrk hringitóna og hljóðmerki skilaboða.

Viðv.tónn skilaboða — Til að velja tón texta- og margmiðlunarboða.

Viðv.tónn tölvupósts — Til að velja tón fyrir tölvupóstskeyti.

background image

56

Varar við með titringi —Til að láta símann titra þegar einhver hringir í þig eða
sendir þér skilaboð.

Takkatónar — Til að stilla hljóðstyrk takkatónanna.

Aðvörunartónar — Til að gera viðvörunartóna virka eða óvirka.

Gera viðvart um — Til að stilla símann þannig að hann hringi aðeins þegar hringt er
úr símanúmeri sem tilheyrir tilteknum hópi tengiliða. Ekkert heyrist þegar fólk
utan hópsins hringir í þig.

Nafn sniðs — Til að gefa sniðinu nafn. Þessi stilling birtist ekki í sniðunum
Almennt og Ótengdur.

Þegar sniðið Ótengdur er notað er síminn ekki nettengdur. Hægt er að nota
tilteknar aðgerðir símans án SIM-korts með því að ræsa símann í sniðinu
Ótengdur.

Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða nota aðra
valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að
hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður fyrst að
virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá
inn lykilnúmerið.