Nokia 5500 Sport - Opnunarlyklar

background image

Opnunarlyklar

Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda
sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.

Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir opnunarlykill sem tilgreinir hvernig
hægt er að nota efnið.

Veldu Valmynd > Verkfæri > Opn.lyklar til að skoða opnunarlykla stafrænna
réttinda sem eru geymdir í símanum þínum.

background image

68

Til að skoða gilda lykla ( ) sem eru tengdir einni eða fleiri miðlunarskrá skaltu
velja Gildir lyklar.

Til að skoða ógilda lykla (

) þar sem notkunartími skráarinnar er útrunninn skaltu

velja Ógildir lyklar. Til að kaupa meiri notkun eða lengja notkunartíma skráarinnar
skaltu skruna að lykli og velja Valkostir > Sækja opnunarlykil. Ekki er víst að hægt
sé að uppfæra opnunarlykla ef móttaka vefþjónustuboða er óvirk. Sjá „Stillingar
þjónustuboða“ á bls. 35.

Til að skoða opnunarlykla sem eru ekki í notkun skaltu velja Lyklar án notk.. Engar
skrár eru tengdar ónotuðum opnunarlyklum.

Til að skoða nákvæmar upplýsingar, svo sem gildistíma og það hvort hægt sé að
senda skrána, skaltu skruna að opnunarlykli og styðja á skruntakkann.

Ef tækið er með OMA DRM varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina í Nokia PC Suite
til að taka öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu. Ef notaðar eru aðrar
flutningsaðferðir er ekki víst að opnunarlyklarnir, sem þarf að endursetja ásamt OMA
DRM-vörðu efni eftir að minni tækisins er forsniðið, verði fluttir með efninu. Einnig gæti
þurft að endursetja opnunarlyklana ef skrár í tækinu skemmast.