Nokia 5500 Sport - Bankstillingar

background image

Bankstillingar

Hægt er að stjórna sumum aðgerðum símans með því að banka létt á hann.
Með Bankstillingar geturðu valið hvernig bakskipanirnar eiga að virka.

Veldu Valmynd > Verkfæri > Bankstillingar og úr eftirfarandi stillingum:

Lestur SMS > Kveikja — til að hægt sé að hlusta á ný skilaboð við móttöku þeirra
með því að banka tvisvar á efri hluta takkaborðsins.

Bankstjórnun — til að velja hvort stjórna eigi íþróttastöðunni (Æfingastjórnun)
eða tónlistarstöðunni (Tónlistarspilari) með banki. Velja skal Slökkva ef ekki á að
nota bankskipanir í þessum stillingum.