■ Leiðsögn
Þessi aðgerð er ekki hönnuð til að styðja staðsetningarbeiðnir fyrir tengd símtöl.
Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um hvernig síminn uppfyllir opinberar
reglugerðir um neyðarsímtalaþjónustu sem byggir á staðsetningu.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn úr GPS-móttakaranum.
Leiðsögn er GPS-forrit sem gerir þér kleift að sjá hvar þú ert staddur, rata
á tiltekinn stað og mæla vegalengdina. Forritið krefst þess að Bluetooth
GPS fylgibúnaðurinn sé virkur. Einnig þarftu að gera Bluetooth GPS aðferðina
virka í Valmynd > Eigin forrit > Staðsetn..
Veldu Valmynd > Eigin forrit > Leiðsögn.
48