Nokia 5500 Sport - SIM-kort, microSD-kort og rafhlaða sett í símann

background image

SIM-kort, microSD-kort og rafhlaða sett

í símann

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Geyma skal microSD-kort þar sem lítil börn ná ekki til.

Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur
verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.

Aðeins skal nota samhæf microSD-kort með þessu tæki. Önnur minniskort, svo sem Reduced
Size MultiMedia-kort, passa ekki í raufina fyrir microSD-kortið og eru ekki samhæf þessu
tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og einnig tækið, og gögn
sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.

Aðeins skal nota microSD-kort sem Nokia hefur viðurkennt til notkunar með þessu tæki.
Nokia notar minniskort samkvæmt viðurkenndum stöðlum en ekki er víst að öll önnur
vörumerki virki rétt eða séu alveg samhæf þessu tæki.

1. Snúðu símanum þannig að

bakhliðin snúi að þér og losaðu
bakhliðina af honum með því að
snúa skrúfunni um 90 gráður
rangsælis, t.d. með smápeningi.
Fjarlægðu bakhliðina.

2. Fjarlægðu rafhlöðuna með því að

lyfta henni upp eins og sýnt er.

background image

12

3. Til að losa SIM-kortsfestinguna

skaltu renna henni í átt að örinni
og lyfta henni svo upp. Komdu
kortinu fyrir þannig að skábrúnin
á SIM-kortinu snúi að skáhorninu.
Snúðu SIM-kortsfestingunni niður og
renndu henni í gagnstæða átt til að
læsa henni.

4. Til að losa microSD-kortsfestinguna

skaltu renna henni í átt að örinni
og lyfta henni svo upp. Komdu
microSD-kortinu fyrir þannig að gyllti
snertiflöturinn fari fyrst inn og
snertiflöturinn snúi niður þegar
festingunni er snúið niður. Snúðu
microSD-kortsfestingunni niður og
renndu henni í gagnstæða átt til að
læsa henni.

5. Settu rafhlöðuna aftur á sinn stað.

6. Settu bakhliðina aftur á. Gættu

þess að þéttingar bakhliðarinnar
séu á sínum stað. Læstu
bakhliðinni með því að snúa
skrúfunni um 90 gráður
réttsælis.

background image

13